Bekkjarfundur 4.bekkjar 25.október 2022.
# Byrjað á því að fara þakklætis hring og voru allir til í að nefna hluti/fólk sem þau eru þakklát fyrir.
# Rætt um fataklefann í íþróttahúsinu og að hávaðinn þar sé að mestu hættur! Kennari hrósaði nemendum fyrir það og benti á að alltaf sé gaman að sjá framfarir.
# Farið yfir samskipti, bæði í frímínútum og á meðal nemenda í bekknum. Allir sammála um að samskipti gangi að mestu leyti vel og enginn sem hafði neitt til að tala um í tengslum við það.
# Rætt um Hrekkjavökupartý sem á að vera á föstudaginn og margt tengt því, allir sammála um að vera spenntir fyrir deginum.
# Rætt um mismunandi hefðir eftir því hverrar trúar fólk er og voru mjög skemmtilegar og fjölbreyttar umræður um það. Allir sammála um að hver og einn má hafa sína trú og sínar hefðir, bara á meðan við tökum tillit til annarra og virðum þeirra trú og hefðir.
# Fundi slitið.