Bekkjarfundur 4.bekkjar
# Enn verið með hávaða í klefanum. Málin rædd og kom í ljós að nemendur hafa bætt sig mikið, bara eitt atvik núna og ræddi kennari um að það sé alltaf gott þegar verið er að reyna að bæta sig og að næst vilji hún heyra að það hafi ekki verið neitt atvik í klefanum.
# Talað um bætta hegðun nemanda og að neikvæða hegðunin sé hætt sem rædd var á fundi um daginn! Kennari er mjööög ánægð að heyra það og hrósar nemanda.
# Nemendur ræða um eldri nemendur sem eru að áreita þá, bæði í matsal og frímínútum. Kennari lofar að athuga málið og ræða við skólastjórnendur.
# Í framhaldi var rætt um leiðir til að takast á við svona mál. Kennari spurði nemendur hvernig þeir hefðu tekist á við þetta og hrósaði þeim fyrir rétt viðbrögð og komu bæði nemendur og kennari með fleiri leiðir sem hægt er að fara. Síðan var eitt stórt klapp fyrir nemendum !
# Góð samskipti í bekknum. Allir sammála um að samskipti í bekknum séu góð og ekki verið mikið um vesen eða árekstra. Nemendur sögðu frá leikjum sem margir úr bekknum hafa verið saman í að leika sér í frímínútum.
# Ábending frá nemanda um að merkt verði á matseðli hvers konar kjöt er í boði hverju sinni svo hægt sé að vita hvenær svínakjöt sé á boðstólum eða annað.
# Kennari fattar að skóla sé lokið fyrir 5 mínútum og slítur fundi hið snarasta, en ekki fyrr en eftir að allir hafa gefið sér 3 risastór klöpp!