- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Bekkjarfundur 4.bekkjar 27.september
Rætt almennt um samskipti og voru allir sammála um að þau gangi að mestu vel. Ekki hafa borist neinar kvartanir af fótboltavelli í einhvern tíma og hrósaði kennari nemendum fyrir það.
Rætt um hávaða í kvennaklefa í íþróttahúsi, sumir að öskra og vera með læti, nemendur ætla að taka sig á og minnka hávaðann.
Í framhaldi af því var rætt um að nokkrir nemendur eru alltaf of seinir að koma til baka í skólann eftir íþróttir/sund og ætla þeir að reyna að flýta sér meira.
Árekstrar á hoppubelg ræddir og ætlar kennari að athuga það mál betur.
Löng umræða um alls kyns mismunandi hegðun, hvernig sumt getur verið óþægilegt og hvernig öllum getur orðið á. Nemendur sammála um það og eins að við getum öll lært af mistökunum.
Fundi slitið.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is