Bekkjarfundur 3. bekkjar 7. nóvember

  • Nemendur fengu hrós fyrir æfingarnar sem eru búnar.  Þau eru búin að standa sig mjög vel.
  • Kennari kemur því á framfæri við nemendur hvað þau eru flott og jákvæð í að bjóða góðan dag.
  • Talað var um bekk fyrir sunnan skóla.  Þar er hægt að setjast niður ef það er enginn til að leika við.  Ef við sjáum einhvern sitja þar er gott að fara og athuga með viðkomandi og bjóða honum að vera með.
  • Farið yfir eineltishringinn.  Hvar við viljum vera staðsett á honum og hvað við gerum ef við verðum vitni að einelti.
  • Rætt var um að allir yrðu að passa sig að taka ekki inn á sig ef einhver á erfitt uppdrátta eða er í vondu skapi.  Dæmi voru tekin til útskýringar.
  • Ræddum leiðina í mat.  Þurfum að passa nýja grasið hjá hreystibrautinni.  Það er ekki búið að festa rætur og getur runnið niður þegar ekki er frost.