Bekkjarfundur 3. bekkjar

 

  • Góður tími var notaður til að fara yfir bekkjarreglurnar. Hvernig við högum okkur.
  • Vinnuaðferðir skoðaðar með því sjónarmiði að finna út hvað hægt er að gera ef kennarar og stuðningsfulltrúar eru uppteknir ef einhverjum vantar hjálp. Ekki kalla og kalla heldur bíða með upprétta hönd. Við heyrum yfirleitt alltaf fyrsta kall.
  • Talað var um leiki og hvernig við ætlum að hjálpast að. Stundum er einhver einn sem vill ráða eða passa vel upp á reglurnar í leiknum. Misjafnt er hvernig það fer í mannskapinn. Mikilvægt er að vinna í lausnum. Enginn einn ræður í rauninni heldur samvinna.
  • Góður fundur og allar reglur bekkjarins virtar á meðan. Allir fengu að koma sínu sjónarmiði á framfæri.