Bekkjarfundur 3. bekkjar

Haldinn var bekkjarfundur þó að það vantaði nemendur úr sveitum vegna veðurs.

  • Ræddum hvernig okkur líður í veðuraðstæðum eins og eru búnar að vera undanfarið eins þegar það er sól og rigning.
  • Tekið var fyrir hvað við getum gert ef kennari og stuðningsfulltrúi eru upptekin hjá öðrum og okkur vantar aðstoð. Hægt er að leita til sessunautar eða hjá þeim sem eru búnir með viðfangsefnið. Stundum þarf bara að ræða um hlutina smá til að fatta hvað á að gera.
  • Stærðfræðin var rædd út frá aðfinnslum kennara við hvað þarf að leiðrétta hverju sinni.
  • Við þurfum að passa upp á hávaðamörkin í stofunni. Mikill hávaði getur látið okkur líða illa og við þurfum að taka tillit til hvors annars með það.