- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Flest börnin voru mætt í dag en skólabílar úr Bæjarhrepp komu ekki vegna hálku.
Spurningin sem ég bar upp var: Hvernig leið þér að fara í skólann í morgun?
(búinn að vera óreglulegur skóli vegna veðurs og ekki skólaakstur má. og mið. og enginn skóli á þriðjudag svo ég var að hlera hjá þeim hvernig þeim liði með að mæta í skólann)
Farinn var hringur og þau minnt á að það væri í lagi að segja „pass“. Allir tjáðu sig og langflestir sögðu með áherslu: Mjög, mjög vel! Mörg nefndu að þau hefðu verið orðin þreytt á að vera heima. Nokkrir sögðu frekar vel en enginn sagði pass eða að þeim hefði liðið illa.
Önnur spurning: Hvað var það besta sem þú gerðir í gær? Allir svöruðu og þar komu mörg skemmtileg svör og ólík, einn sagði pass.
Þetta var góður bekkjarfundur þar sem þau hlustuðu vel á hvort annað og virtu fundarreglur.
Pálína
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is