Bekkjarfundur 3. bekkjar

Bekkjarfundur 3.bekkjar 

# Byrjað á umræðum um fótboltavöllinn.  Enn og aftur hafa orðið árekstrar þar og eru kvartanir á báða bóga, eldri kvarta yfir yngri og öfugt.  Stuðningsfulltrúi nefnir að núna sé það orðið þannig að taka þurfi aftur upp planið þar sem vellinum er skipt á milli stiga svo ekki verði þessir árekstrar.

# Nemendur tala um að eldri nemendur séu mjög orðljótir í garð þeirra á vellinum og geri lítið úr þeim.

# Rætt um að allir geti gleymt sér og sagt ljóta hluti við aðra, sérstaklega þegar við reiðumst, en þá sé alltaf gott að eftir að hafa róað sig niður að fara til viðkomandi og biðjast afsökunar. Kennari fór yfir lífsmottó hennar sem er – Allt sem þú vilt að aðrir gjöri fyrir yður, það skulið þér og þeim gjöra – og hvað það sé gott að tileinka sér þetta.  Miklar umræður urðu um þetta og hvað það skiptir miklu máli að koma vel fram við aðra.

# Í framhaldi af þessu nefndi kennari hvað hún hefði verið ánægð að heyra að nemandi í bekknum hefði gefið sig að barni sem var eitt á skólalóðinni og boðið því að vera með.

# Að lokum var farinn þakklætis hringur og fundi slitið.