- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Fundargerð 3.bekkjar 6.apríl 2022
# Kennari ræddi við nemendur um matarsóun og hversu miklu er hent á viku. Nemendur ætla að reyna að passa sig á því að fá sér minna á diskinn og þá frekar fara aftur. Einnig nefndu þau að oft væri verið að reka á eftir þeim í matsalnum.
# Kennari ræddi við nemendur um viðhorf og framkomu nemenda við annað starfsfólk en kennara og mikilvægi þess að allir komi vel fram við alla.
# Rætt var um hvernig orð geta sært og að þótt að einhvern tímann sé eitthvað sagt í gríni þá geti það sært og eins ef sami hlutur er sagður aftur og aftur þá geti það verið særandi . Eins kom kennari að því að það skiptir máli hvernig hlutirnir eru sagðir.
# Að lokum nefndi kennari við nemendur að hún sé ánægð með þau, þau séu dugleg og yfirleitt alltaf jákvæð og hress. Eins nefndi hún að það væri gott hvað þau væri farin að hlusta vel á fyrirmæli og farin að verða fljótari að koma sér að verki.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is