Fundargerð 3.bekkjar 16.mars 2022
Rætt um sýningu bekkjarins á fjölþjóðaverkefninu sem þau hafa unnið að undanfarna mánuði. Nemendur eru mjög spenntir fyrir sýningunni og hlakka þeir mikið til hennar. Einn nemandi fór með boðsbréf til skólastjórnenda í morgun og eins hefur öðrum bekkjum og starfsfólki verið boðið.
Kennari ræddi um blessað veðrið og að það sé ekki sem best spá fyrir morgundaginn en þó aðallega snemma morguns. Rætt um að ef einhverjir nemendur komi ekki sökum veðurs, sérstaklega ef að skólaakstur fellur niður, þá geti þeir mætt með foreldrum þeirra á sýninguna klukkan 13:00 þar sem veður á strax að vera orðið mun skaplegra þá.
Eftir þessa umræðu leystist fundur upp sökum mikillar spennu, gleði spurninga og umræðna um morgundaginn svo að ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið.