- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Bekkjarfundur 3.bekkjar 9.febrúar 2022
1. Enn einu sinni rætt um samskipti á milli bekkja, virðist vera á réttri leið en samt enn einhver núningur. 4.bekkur er að segja ljót orð við nemendur í 3.bekk, fátt um svör þegar kennari spurði hvort það gæti verið að þau væru líka að segja ljót orð á móti.
2. Kennari talaði um vonbrigði sín yfir því að heyra enn einu sinni frá stuðningsfulltrúum að nemendur hafi ekki viljað hlýða þeim þar sem þeir eru ekki kennarar. Kennari benti nemendum á að þetta væri einfaldlega ekki í boði og að það ætti alltaf að hlusta á þær, alveg jafnt og kennara. Nemendur lofa bót og betrun.
3. Nemendur nefna að þeim finnist hættulegt að verið sé að moka á gröfum í kringum skóla þegar nemendur eru í frímínútum. Nemendur nefna að þau hafi sérstaklega áhyggjur af nemendum sem eru að leika sér úr 1.bekk og jafnvel leikskólabörn.
4. Kennari minnir nemendur á að dansinn byrjar á morgun og verður á fimmtudögum og föstudögum næsta mánuðinn.
5. Kennari hrósar nemendum fyrir dugnað og jákvæðni í námi.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is