Bekkjarfundur 3. bekkjar

Fundargerð 3.bekkjar 2.febrúar 2022


Stuðningsfulltrúi ræðir um útiveru og hvað áminning sé !  Eftir samtal við skólastjórnendur var ákveðið að skoða það að ef nemendur fá of oft áminningu þá þarf að enda á því að senda þá inn.

Umræður um snjókast og að nemendur eigi ekki að kasta í þá sem ekki eru með í snjókasti.  Einnig rætt um að hafa snjókastið á einum stað, ekki yfir alla skólalóðina þar sem það eru ekki allir sem vilja vera með.

Samskipti milli bekkja rædd og hvað hægt er að gera til að bæta þau.

Stuðningsfulltrúi ræðir um staði sem eru orðnir of hættulegir til að renna og biðlar til nemenda að renna annars staðar.  Miklar, og heitar umræður spunnust út frá því og eins komu samskipti milli bekkja inn í þær.

Kennari talar um að hann sé mjög ánægður með það sem hann sá í gær þegar einn nemandi sat bara einn og hinir voru að leika, þá komu þeir og buðu honum að vera með.

Minnt á að nemendur geti alltaf komið með málefni til okkar fyrir fund og þá verður farið yfir þau á fundinum.