Bekkjarfundur 3. bekkjar

Bekkjarfundur 3.bekkjar, 1.desember 2021.

Farinn þakkarhringur, allir höfðu eitthvað til að þakka fyrir. Kennari sérstaklega ánægður með að margir þökkuðu fyrir að hafa góðan kennara!

Kósíhornið er nafnið á horninu okkar þar sem við höldum bekkjarfundi og hvílum okkur þegar á þarf að halda.

Rætt um hegðun í frímínútum og að kennara hafi borist kvartanir um að einhverjir nemendur séu að hrella yngri nemendur. Rætt um að svona hegðun líðist ekki og ætla allir að passa sig.

Nemendur mega koma með jólaskraut að heiman, en þau þurfa þess alls ekki. Það er bara ef þeim langar og er þeim þá velkomið að koma með.

Rætt um hvað við erum öll mismunandi og hvað heimurinn væri nú litlaus ef við værum öll eins. Allir viðstaddir sammála og fagna fjölbreytileikanum.

Nemendur hafa undanfarna daga verið að útbúa gjöf fyrir sjúklinga á sjúkrahúsinu og er hún að verða tilbúin. Ákveðið að fara eftir hádegi á morgun og afhenda hana, ef sjúkrahúsið getur tekið á móti okkur þá.