- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Bekkjarfundur 3.bekkjar 24.nóvember.
Rætt um að nemendur komi ekki með sleða að heiman þar sem það getur valdið slysum og erum við ekki með nógu stórt svæði til þess að vera með sleða. Eins eru nemendur að renna sér á stöðum þar sem þau enda úti á götu ef þau eru á sleðum. Heimilt er þó að koma með rassaþotur ef þau vilja, annars á skólinn þær líka til.
Farinn var þakkarhringur og höfðu allir nemendur eitthvað til að þakka fyrir.
Kennari ræddi um að þau sem þrífa skólann hafi bent á að krot á borð hafi aukist mikið, og á það við alla bekki, og tóku nemendur þetta til sín og ætla að bæta sig.
Ábending kom frá nemanda um að illa sé gengið um fatahengi, fötum hent út um allt, og að nemendur séu að færa til föt annarra og nafnspjöld þeirra einnig.
Rætt um samskipti nemenda og að allir eigi að koma fram við aðra af virðingu.
Kennari hrósaði nemendum fyrir áframhaldandi dugnað og jákvæðni í náminu.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is