- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Byrjað á þakkarhring og höfðu allir eitthvað til að þakka fyrir.
Næsta mál á dagskrá var forvitni nemenda og að þurfa að vita stanslaust hvað allir eru að gera. Miklar umræður spunnust um þetta og lét kennari þau vita að hún sé bundin þagnareið og megi því ekki alltaf tala um hvað hún var að gera. Eins nefndi kennari að hún vildi ekki segja við þau að þeim kæmi þetta ekki við og bað um hjálp við að finna eitthvað sem kennari og nemendur geta sagt við aðra þegar þeir mega/vilja ekki tala um hvar þeir voru eða voru að gera án þess að vera ókurteis. Var ákveðið að notast við „Það er bara mitt mál/okkar mál…“
Borið hefur á að krotað hafi verið á teikningar nemenda og ljót orð skrifuð þar. Kennari ræddi þetta við nemendur og að svona hegðun væri ekki í boði. Eins lét hún þau vita að hún ræði við foreldra viðkomandi aðila. Lofuðu nemendur bót og betrun.
Að lokum var rætt um, einu sinni enn, að hlýða eigi stuðningsfulltrúum alveg jafnt og kennara. Borið hefur á að nemendur hlýði þeim ekki og sýni þeim jafnvel hroka. Nemendur töluðu um að þau ætli að taka sig á!
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is