Bekkjarfundur 3. bekkjar

 

# Kennari hrósaði nemendum fyrir áframhaldandi dugnað og jákvæðni. Allir eru að gera sitt besta og vonandi heldur það áfram.

# Nemendur tala um að þau vilji vinna sér inn annaðhvort dótadag eða dag með frjálsum leik. Kennari tók vel í hugmyndina og ætlar að sjá hvernig best sé að útfæra það.

# Farinn var þakkarhringur og gekk vel. Fyrsta skiptið sem nemendur spreyttu sig á þakkarhringnum og gátu allir nefnt eitthvað sem þau voru þakklát fyrir.

# Rætt um að koma inn um leið og bjallan hringir. Geta alltaf komið upp einhverjar aðstæður þar sem nemendur geta orðið of seinir, en það á samt ekki við allar frímínútur, alltaf !

# Rætt um hvernig hafi gengið með stólana og að láta þá vera. Allir sammála um að þetta gangi mun betur og lítil truflun af stólum núna.

# Stuðningsfulltrúi ræddi um að bekkurinn sé ein heild og að ef þau sjái einhvern vera einan í frímínútum eigi þau að athuga með hann, hvort hann kjósi að vera einn eða hvort hann langi að vera með í leik. Enginn á að þurfa að vera einn og hafa engan til að leika við. Allir sammála um það og ætla nemendur að passa sig á þessu og reyna að muna eftir því að gefa sig að þeim sem einir eru.