Bekkjarfundur 3. bekkjar

Bekkjarfundur 3.bekkjar 14.september.

# Skólabyrjun rædd og voru allir sammála um að þeim líkaði vel í skólanum enn sem komið er og þeim þykir hann skemmtilegur.

# Nemandi nefndi yngri nemenda sem hefur verið að stríða honum í frímínútum og á fleiri stöðum og var rætt í framhaldi af því hvert þau eiga að snúa sér ef eitthvað er að og ef einhver er leiðinlegur/vondur við þau.

# Kennari hrósaði bekknum fyrir hvað þau eru búin að vera jákvæð og dugleg og lét þau vita af því að aðrir kennarar hafi líka nefnt það.

# Rætt var um breytingar á stundatöflu og eins breytingar á veru stuðningsfulltrúa í bekknum.

# Stuðningsfulltrúi minnti á bekkjarsáttmálann/reglurnar og að nemendur hefðu samið hann og þau ættu að passa sig á að reyna að fara eftir þeim. Hefur aðeins borið á að þau gleymi sér og var lofað bót og betrun.