Bekkjarfundur 2. bekkjar

24. mars 2021 var haldinn bekkjarfundur hjá 2. bekk. 

 

Unnum með kaflann: Ábyrgð  í bókinni Eru fjöllin blá ? Nemendur svöruðu spurningum og rökstuddu sín svör. 

  • Rætt var um að allir bera einhverja ábyrgð. Foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum en börnin bera ekki ábyrgð á foreldrunum.

Unnið með spurningar eins og: Hvað gerist ef maður stelur ?, Hvernig geta skærin klippt gat á buxurnar alveg sjálf ? Á maður að halda með vinum sínum þegar þeir skemma eitthvað ? Af hverju ?