Bekkjarfundur 2. bekkjar

Bekkjarfundur hja 2. bekk  26. okt

Í upphafi fundar var farið yfir reglur fundarins.

Allir vissu hvernig átti að hegða sér á bekkjarfundum.

Nemendur fengu spurningu sem þau áttu að hugsa um í dálitla stund og svara síðan.

Spurningin var: Hvernig finnst þér að góður bekkjarfélagi eigi að vera?

Þetta er það sem kom frá  þeim.

Hann:

  • Hlustar vel
  • Er kurteis
  • Meiðir ekki
  • Leikur við mann
  • Hjálpsamur
  • Samferða í mat
  • Tillitsamur
  • Segir „viltu leika?“
  • Spyr „vantar þig hjálp?“
  • Hrósar
  • Skemmir ekki
  • Huggar mann
  • Segir „viltu vera vinur minn“
  • Býður í heimsókn
  • Þolinmóður

Við enduðum á að fara í hvíslleikinn.