Bekkjarfundur 10. bekkjar

Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 13. desember var eftirfarandi rætt:

  1. Fyrirmyndar starfsfólk og nemendur. Bekkurinn tók loka umræðu um hvað einkennir fyrirmyndar nemendur og starfsfólk.

Fyrirmyndar starfsmaður: er léttur í lund (hress), ekki truflandi fyrir nemendur, beitir jákvæðum aga, er með fjölbreytt og skemmtilegt nám, hlustar á það sem nemendur hafa að segja,  spjallar og er kurteis.

Fyrirmyndar nemandi: er hjálpsamur, jákvæður, vinnusamur og skipulagður, fer eftir reglum og lætur sig aðra varða.     

  1. Óhefðbundið skólastarf á föstudag. Kennari fór yfir dagskrá föstudagsins, uppbrotsdags.
  2. Litlu jólin. Rætt um jólakort (allir senda öllum í bekknum sínum), lukkupakka o.fl.

 

Fundi slitið