Bekkjarfundur 10. bekkjar

Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 29. nóvember var horft á sjötta þáttinn í heimildaþáttaröðinni Sítengd sem sýndur var á rúv um síðustu helgi. Í kjölfarið ræddi hópurinn um samfélagsmiðlanotkun og vandamál sem tengjast slíkri notkun, þ.á.m. áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd barna og unglinga.

Kennari mælir með að þeir nemendur sem ekki voru á fundinum taki sér tíma til að horfa á þáttinn en hann er hægt að nálgast á vefnum ruv.is.