Bekkjarfundur 10. bekkjar

Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 6. október var eftirfarandi rætt:

  1. Sjálfsmat á Mentor fyrir viðtalsdag. Nemendur minntir á að ljúka við sjálfsmat á Mentor í dag.

  2. Matarsóun. Rætt um matarsóun, nemendur almennt á því að þeir sói minna af mat eftir að þeir fóru að skammta sér sjálfir.

  3. Umgengni: Rætt um slæma umgengni í skólanum og hvað sé hægt að gera til að stuðla að betri umgengni, bæði eigin og annarra.

  4. Útskriftarferð. Búið er að bóka gistingu fyrir ferðina. Nemendur og foreldrar duglegir í fjáröflun, óskað eftir að fá upplýsingar um stöðuna á sjóðnum.