Bekkjarfundur 10. bekkjar

Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 1. nóvember var eftirfarandi rætt:

  1. Fyrirmyndar starfsmaður og nemandi. Nemendur ræddu sín á milli hvað þeir telja að einkenni fyrirmyndar starfsmann og fyrirmyndar nemanda.

Fyrirmyndar starfsmaður: er léttur í lund (hress), ekki truflandi fyrir nemendur, beitir jákvæðum aga, er með fjölbreytt og skemmtilegt nám, spjallar við nemendur og er kurteis.

Fyrirmyndar nemandi: er hjálpsamur, jákvæður, vinnusamur og skipulagður.

  1. Samskipti innan bekkjarins. Rætt um vinnufrið í kennslustundum o.fl.
  2. Árshátíð. Rætt var um árshátíðina og lögð drög að atriði bekkjarins. Hugmyndavinna enn á frumstigi.

Nokkrir nemendur 10. bekkjar hafa áhuga á að gegna hlutverki tæknimanna á árshátíð.