Bekkjarfundur 1. bekkjar

Á  bekkjarfundi 6.  febrúar var rætt um dansinn. Jón Pétur danskennari byrjar kennsluna í dag og kennir á þeim tíma sem sundið ætti að vera svo það er engin sundkennsla í febrúarmánuði.

Einnig ræddum við um ef upp kæmu ágreiningsmál á milli barna hvernig best sé að leysa þau. Krakkarnir komu með margar hugmyndir að lausnum. Bókin Skrímslaerjur var notuð sem kveikja að samræðum.