Bekkjarfundur 1. bekkjar

Á bekkjarfundinum var rætt um hvernig krökkunum hefði liðið á meðan þau gátu ekki mætt í skólann á venjubundinn hátt vegna COVID. Flest báru sig vel og sögðu að þetta hefði bara verið gaman oftast en þau hefðu verið farin að sakna skólans og vina sinna. Öðrum fannst þetta skrýtið og leiðinlegt.

Meiri hlutinn var með skipulagða dagskrá heima (heimaskóla)  til að vinna eftir.