Bekkjarfundir í 1. bekk.

Á bekkjarfundi 31. október ræddum við um líðan í skólanum. Allir segjast vera að leika sér við einhvern í frímínútum og að þau viti að ef þau verði einhvern tímann leikfélagalaus þá geti þau farið á bekkinn fyrir sunnan húsið og þá fái þau hjálp við að komast í leik með einhverjum.

Við ræddum um nauðsyn þess að segja alltaf frá ef eitthvað bjátar á og farið var yfir hverja þau geti þá talað við.