Bekkjarfundir hjá 2. bekk

Bekkjarfundur 22. mars

Unnið var út frá bókinni: Eru fjöllin blá?

Tekin var fyrir fyrsta sagan sem er um að enginn er eins. 

Dæmi um spurningar sem við ræddu farm og til baka

  1. Eiga drengir dúkkur og bangsa?
  2. Eiga stúlkur bíla og gröfur?
  3. Baka afar súkkulaðikökur? Af hverju/ekki?
  4. Kunna mömmur að smíða og bora? Af hverju/ekki?

 

Bekkjarfundur 29. mars

Umræður  út frá bókinni: Eru fjöllin blá?

Unnið með sögu sem fjallar  um að taka ábyrgð á gerðum sínum. 

Dæmi um spurningar sem við ræddu fram og til baka

  1. Á maður að halda með vinum sínum þegar þeir skemma eitthvað? Af hverju?
  2. Á maður alltaf að segja mömmu og pabba satt? Af hverju?
  3. Hvað gerist ef maður stelur?
  4. Hvernig líður  manni þegar maður platar?