Bekkjarfundir hjá 2. bekk

Bekkjarfundur 22. febrúar

Á bekkjarfundi ræddum við um hvernig krökkunum liði inni í skólastofunni sinni og einnig hvernig þeim liði í frímínútum.

Við ræddum um styrkleika og veikleika okkar.

Enginn er góður í öllu en þegar við leggjum saman í bekknum og hjálpum hvort öðru þá getum við miklu meira.

Hver nemandi sagði frá í hverju hann væri góður. Þau  máttu nefna 2-3 styrkleika

Bekkjarfundur 28. febrúar

  • Á bekkjarfundi ræddum við  um mikilvægi þess að vernda náttúruna okkar. Við getum gert það á margvíslegan máta t.d með því að fara alltaf gangbrautina þegar við förum í matsalinn en ganga ekki á grasinu. Krakkarnir töluðu um hvað það væru komin ljót för í brekkuna hjá Félagsheimilinu því það eru svo margir sem ganga á viðkvæmu grasinu.
  • Við þurfum að passa að henda ekki rusli og fara vel með landið okkar.

Nemendur áttu að nefna dæmi um eitthvað sem maðurinn hefur gert sem breytir náttúrunni.

Það komu mörg dæmi um það: skurðir, vegir, tún, byggingar o.s.frv.

Farið var yfir dagskrá öskudagsins.