Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 14. febrúar var eftirfarandi rætt:
- Framhaldsnám. Rætt um mismunandi framhaldsnám og farið yfir innritun í framhaldsskóla. Dagsetningar forinnritunar og lokainnritunar má sjá á vef Menntamálastofnunar.
- Endurskoðun símareglna. Nemendur eru þeirrar skoðunar að of knappur tími hafi verið gefinn í SVÓT-greininguna, 15 mín. Hefðu viljað fá lengri tíma í verkefnið. Telja það ekki til þess fallið að nemendur trúi því að hlustað sé á þeirra raddir þegar kemur að endurskoðun.
- Farið yfir heimalestur nemenda og rætt um mikilvægi hans.
Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 28. febrúar var eftirfarandi rætt:
- Öskudagur. Rætt um búningaþema fyrir öskudag í næstu viku. Nemendur með ákveðnar hugmyndir sem þeir útfæra nánar.
- Kynning á dreifinámi. Umsjónarkennari hvatti nemendur til að leggja leið sína á kynningu á dreifináminu í dag, fimmtudag, kl. 17.
- Heimalestur. Farið yfir heimalestur nemenda.
- Umgengni í stofu. Nemendur hvattir til að gæta að umgengni í stofunni.