Bekkjarfundir hjá 1. bekk

Bekkjarfundur 1. bekkjar 29. ágúst 2019

Fyrsti bekkjarfundurinn var í dag. Við ræddum um bekkjarfundi: hvaða reglur eru á þeim, hvað er spjallað um og hvers vegna.

Krakkarnir æfðu sig í að svara spurningunni: Hvernig líður þér í skólanum og hefurðu alltaf einvern til að leika þér við í frímínútum?

Þeim var sagt frá hvert þau ættu að leita ef eitthvað kæmi upp á í frímínútum.

 

Bekkjarfundur 1. bekkur 30. ágúst 2019

Haldinn var bekkjarfundur hjá 1. bekk. Efni fundarins var kynning á Olweusarhringnum. Eiríkur Steinarsson sem er í eineltisteymi skólans var gestur okkar og fór hann yfir hringinn með krökkunum og sagði þeim sögu um stríðni og einelti. Þau hlustuðu  mjög vel og ætla nú aldeilis að passa sig á að stríða ekki.

 

Bekkjarfundur 1. bekkjar  5. september

Efni bekkjarfundar var upprifjun á Eineltishringnum.  Rætt var um hvernig við komum fram við aðra og hvert við getum leitað ef eitthvað bjátar á. Krakkarnir voru duglega að tjá sig og að fara eftir fundarreglum.