Bekkjarfundir 2. bekkjar

Rætt var um hvað einkenni góðan námsmann. Krakkarnir höfðu margar góðar hugmyndir um hvað þau gætu gert til að verða góðir námsmenn.

Þau þurfa að:

  • einbeita sér og leiða hjá sér truflanir
  • leggja hart að sér og gefast ekki upp
  • hlusta á aðra
  • spyrja oft og vera svolítið forvitin
  • fara yfir og lagfæra verkefnin sín
  • og vera ánægð með sig og verk sín

Farið var yfir hvernig hefði gengið á árshátíðinni.

 

 

Fundur 2. bekkjar haldinn 30. nóv

  1. Rætt var um bekkjarandann og nauðsyn þess að bera virðingu fyrir vinnu annarra.
  2. Nokkrir nemendur eru ekki nægilega fljótir að koma inn þegar bjallan hringir.
  3. Næstu vikur ætla allir að æfa sig í að vera vandvirkir og hlusta vel á fyrirmæli og fara eftir þeim.
  4. Að lokum var rætt um hvað væri framundan í jólamánuðinum