Bekkjarfundir 1.bekk

Bekkjarfundur 15. október   

1. bekkur

Á bekkjarfundi 15. október ræddum við um nýju gangbrautina. Krakkarnir voru óörugg með hvaða leið væri best að fara niður að henni. Ákveðið var að fara meðfram fótboltavellinum í áttina að brúnni og beygja þá niður göngustíginn. Ekki er gott að hlaupa niður þá brekku því mölin er frekar laus og margir búnir að detta og meiða sig af því þeir hafa hlaupið of hratt.

 

 

Bekkjarfundur 17. október   

1. bekkur

Á bekkjarfundi 17. október var farið yfir hvaða reglur við höfum fyrir afmælisboð ef barnið ætlar að dreifa afmælisboðskortum í skólanum eða í hóp á fésbókinni.

Þær eru þessar:

  • Barnið getur boðið öllum bekknum
  • Barnið getur haft stelpuboð
  • Barnið getur haft strákaboð

Ef barnið ætlar að bjóða bestu vinunum  þá verður það að gerast án aðkomu skólans.

 

Ritað af umsjónarkennara