Baráttudagur gegn einelti 8. nóvember

Á morgun, 8. nóvember, er Baráttudagur gegn einelti og ætlum við að halda upp á daginn í miðjum árshátíðarundirbúningnum.

Við ætlum að klæðast grænu sem táknar hvar við viljum vera staðsett í eineltishringnum og hver veit nema það verði eitthvað grænt og gómsætt á boðstólnum fyrir nemendur og starfsfólk í tilefni dagsins.

Allir bekkir skólans eru á kafi þessa vikuna í undirbúningi fyrir árshátíð sem verður næstkomandi föstudag og eitt af þemum hátíðarinnar er barátta gegn einelti.

Hlökkum til að sjá alla græna á morgun.