- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Helgina 27. og 28. október fóru Ásdís Aþena Magnúsdóttur í 9.S, Hilmir Rafn Mikaelsson í 9.E, og Sveinn Atli Pétursson í 9.E á úrtaksæfingu fyrir U15 landslið í fótbolta. Ein æfing var hvorn daginn og þjálfarar fylgdust með þeim. Æfingarnar voru kynjaskipt og 18 ungmenni af hvoru kyni. Í lok janúar verður valið í U15 liðið og það verður gaman að fylgjast með því hvort þau komist áfram.
Í maí síðastliðnum var Sveini og Hilmi boðið að fara með Fjölni til Spánar á fótboltamót. Ánægja var hjá Fjölni með frammistöðu þeirra á mótinu og þeim boðið að ganga til liðs við þá sem þeir gerðu. Þeir eru spenntir yfir þessu mikla og góða tækifæri sem þeir fá þó það hafi verið pínu erfitt gagnvart vinum sínum og tilfinningum gagnvart Kormáki. Þeir fara að jafnaði tvisvar í mánuði á æfingar en þegar íslandsmótið var fóru þeir mun oftar.
Flottir krakkar sem við í skólanum viljum fylgjast með á þessari braut, þau eru öðrum til fyrirmyndar á þessu sviði.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is