Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

Breyting á árshátíð 2021

 

Vegna nýrra samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti í kvöld hefur verið ákveðið að fella niður ball að lokinni árshátíð.

 

Húsið opnar kl. 19:30 og sýning hefst kl. 20:00.  Viljum við biðja fólk um að mæta tímanlega þar sem áhorfendur þurfa að skrá í hvaða sæti þeir sátu áður en þeir yfirgefa húsið. Bæði verður hægt að skrá sig  fyrir og eftir sýningu, öll sæti hafa verið merkt. Minnt er á grímuskyldu hjá áhorfendum.

 

Eftir árshátíð uppi í skóla:

1.- 5. bekkur Foreldrar sækja nemendur í þeirra heimastofu og ganga inn frá Kirkjuvegi.

 

6. bekkur Foreldrar sækja nemendur í þeirra heimastofu og ganga inn um aðalanddyri að vestan.

 

7.-10. bekkur Nemendur í 7. - 10. bekk hafa leyfi til að fara heim sjálfir en geta beðið með 

         kennara í heimastofu ef foreldrar vilja sækja þá þangað. Gengið er inn um 

aðalinngang að vestan.

 

Ritari verður til aðstoðar í anddyri og í síma 455-2900 þar til allir nemendur eru komnir úr húsi.

 

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

verður haldin föstudaginn 12. nóvember 2021

í Félagsheimilinu Hvammstanga.

 

NEMENDUR MÆTI KL. 19:30 

Árshátíðin hefst kl. 20:00 

með skemmtiatriðum í Félagsheimilinu Hvammstanga. 

Grímuskylda er fyrir áhorfendur. 

 

 

Miðaverð á árshátíðina:

 

Skemmtiatriði  2.000 kr.

 

Nemendur greiða ekkert á árshátíðina.

 

 

Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum. Hægt er að leggja inn á reikning nemendafélagsins (0159-05-60055 / kt. 540611-0680) og framvísa kvittun við inngang eða greiða með reiðufé við inngang.

 

Miðar seldir við inngang - enginn posi

 

Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda.

 

Árshátíðarkveðja frá nemendum og starfsfólki 

Grunnskóla Húnaþings vestra.