Appelsínugul viðvörun til kl. 14:00

Nú hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir Norðurland vestra sem gildir til kl. 14:00. Um 40 nemendur eru í skólanum og verður þeim haldið inni meðan viðvörunin er í gildi (eða fylgt í íþróttahús ef það er metið óhætt). Við munum senda foreldrum sms og setja tilkynningu á heimasíðu og facebook ef sækja þarf nemendur í lok skóladags.