Alþjóðlegi Downs dagurinn 21. mars

21. mars ár hvert er alþjóðlegi Downs dagurinn. Dagsetningin er engin tilviljun heldur er hún táknræn því hún vísar til þess að Downs- heilkenni orsakast af auka litningi í litningapari 21, þ.e. 3 litningar í nr. 21 = 21.03.

Við viljum hvetja alla til að klæðast ósamstæðum, litríkum sokkum í tilefni dagsins og af því að Tumi okkar elskar allt sem tengist jólunum þá viljum við einnig hvetja fólk til að klæðast jólapeysum í tilefni dagsins.