Alþjóðlegi Downs-dagurinn 21. mars

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er 21. mars ár hvert. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitningi í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.

Í tilefni Downs-dagsins hvetjum við alla til að klæðast mislitum sokkum þann dag. Þar sem hann er á sunnudegi þetta árið hvetjum við starfsfólk og nemendur til að mæta í mislitum sokkum mánudaginn 22. mars og fögnum þannig Downs-deginum tvo daga í röð. Með þessum hætti fögnum við fjölbreytileikanum og sýnum samstöðu með margbreytileikanum.