- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Foreldrar geta sótt um akstur fyrir leikskólabörn á leið í leikskóla ef aukasæti eru í skólabíl að staðaldri.
Sótt er um akstur undir flipanum eyðublöð eða hér
Húnaþing vestra
Reglur um leikskólabörn í skólabílum
1. Reglur þessar eru settar til að skýra rétt foreldra til að nota skólabíla fyrir leikskólabörn og til að tryggja sem best öryggi barnanna. Þeir sem eiga börn á leikskólaaldri geta sótt um akstur samkvæmt reglum þessum.
2. Sé laust pláss í skólabíl er heimilt að nýta það fyrir börn á leikskólaaldri að undangengnu samþykki leikskólastjóra. Foreldrar, sem þessarar þjónustu njóta afsala sér akstursstyrkjum hjá Húnaþing vestra.
3. Foreldrar leikskólabarna þurfa að sækja um pláss í skólabíl fyrir 1. september ár hvert, fyrir það skólaár. Umsóknareyðublað má nálgast hér Eyðublað
4. Leikskólabörn skulu tilheyra tveimur elstu árgöngum leikskólans. Að öðru leyti gildir aldursröð barnanna, þau eldri hafa forgang fram yfir þau yngri ef pláss í skólabifreiðum er takmarkað.
5. Leikskólabörn skulu sitja í viðurkenndum bílstólum á ferðum sínum í skólabíl. Bílstólarnir eru á ábyrgð foreldra sem bera af þeim allan kostnað.
6. Foreldrar leikskólabarna (þar sem ekki eru einnig grunnskólabörn) skulu koma börnum sínum að akstursleið skólabíls. Hafa skal samráð við bílstjóra um stoppistöð bíls.
7. Bílstjórar skólabíla fylgja leikskólabörnunum inn í leikskóla og sjá til þess að þau klæði sig úr yfirhöfnum og láti starfsfólk vita að barn sé komið til skóla. Þegar börnin eru sótt síðdegis ber skólabílstjóri ábyrgð á því að barn fari í viðeigandi fatnaði frá skóla í skólabíl og láti starfsfólk vita að barn sé farið frá skólanum.
8. Bílstjórar skila leikskólabörnum í umsjá starfsmanns leikskóla eftir að hafa skilað grunnskólabörnum og nær í leikskólabörn í leikskólann áður en grunnskólabörn eru sótt.
9. Foreldrar skulu sjálfir koma með barnið sitt (börnin sín) í leikskólann í upphafi hverrar viku til að koma með viðeigandi fatnað til vikunnar og ná í það í vikulok og tæma hólf barnsins.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is