- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Húnaþings vestra haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 29. apríl 2025 kl. 18:00.
Elsche, formaður félagsins setur fund og Eydís Bára skólastjóri ritar fundargerð
Elsche fer yfir skýrslu stjórnar. Foreldrafélagið á fulltrúa í fræðsluráði, sá um miðasölu gæslu og frágang á Söngvarakeppni, fékk m.a. Stjörnu Sævar með fyrirlestur fyrir nemendur og var mikil ánægja með það.
Elísabet fer yfir reikninga félagsins. Ársreikningur fyrir 19. október 2023 - 19. október 2024. Samtals tekjur voru 140.763 kr. Gjöld voru samtals 85.638 kr. Hagnaður upp á 55.125 kr. Eigið fé í lok tímabils var 501.510. Ársreikningur borinn upp til samþykktar og samþykktur samhljóða.
Kosningar - kjósa þarf tvo fulltrúa í stjórn.
Stjórnarmenn til tveggja ára: Elsche Oda Apel og Elísabet Sif Gísladóttir
Þrír varamenn: Eva Lind Helgadóttir, Hjördís Bára Sigurðardóttir og Ingvar Óli Ólafsson.
Skoðunarmaður reikninga: Gerður Rósa Sigurðardóttir, varaskoðunarmaður: Elín Lilja Gunnarsdóttir.
Önnur mál
Umræður um skipulag næsta skólaárs.
Opnunartími skólans er klukkan 8 á morgnana
Vorhátíð - skoða hvernig foreldrafélagið getur komið að vorhátíð skólans sem er á plani að endurvekja.
Krakkasveiflan verður í boði í sumar.
Fundargerð lesin upp til samþykktar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:39
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is