- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Húnaþings vestra 28. október 2021
Júlíus Guðni setti fund og bauð fundargesti velkomna. Sigurður skólastjóri skrifar fundargerð.
Skýrsla stjórnar. Júlíus greindi frá því að aðalfundi fyrra árs hafi verið sleppt vegna COVID-19 ástandsins. Hann fór yfir starfið á síðustu tveimur árum. Jólaföndur fyrir jólin 2019. Einnig var niðurgreidd leiksýning. Í lok skólaársins var 10. bekkur styrktur vegna útskriftarferðar þar sem bekkurinn hafði ekki sömu tækifæri til fjáröflunar og í hefðbundnu ári. Félagsgjöd árið 2020 voru felld niður. Gengið var til dagskrár.
Ársreikningar. Júlíus Guðni kynnti ársreikninga félagsins. Ársreikningar félagsins eru gerðir upp fyrir tvö fjárhagsár, 25. 10. 2019 til 27. 10. 2021. Samtals tekjur voru 236.633. Gjöld voru samtals 382.684kr. Eign á reikningi í lok reikningsárs er 401.408kr. Ársreikningar voru bornir upp til samþykktar. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.
Símareglur. Skólastjóri sagði frá ósk nemendaráðs um endurskoðun á reglur um farsímanotkun nemenda. Frekari umræða er þörf meðal foreldra.
Sykur út á matvæli. Lýðræðisleg umræða um sykurneyslu og aðlaga þarf breytingar í skrefum.
Farið yfir hönnunardrög að lóð sem kynnt verður nánar fyrir hagsmunaaðilum.
Umræður um nýtt nafn á skólann. Tillögur nemenda hafa ekki verið teknar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Kosningar. Þar sem aðalfundur hefur ekki verið haldinn í tvö ár þarf að kjósa um alla stjórnarmenn. Kosið er um tvo stjórnarmenn til eins ár og eins til tveggja ára. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn.
Tveir stjórnarmenn til eins árs: Júlíus Guðni Antonsson og Jóhanna Erla Jóhannsdóttir kosin til eins árs.
Einn stjórnarmaður til tveggja ára: Ingibjörg Markúsdóttir kosinn.
Þrír varamenn til árs: Elsla Apel, Kolbrún Stella Indriðadóttir og Herdís Harðardóttir.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is