Á Hvammstanga vantar okkur kennara.

Á Hvammstanga vantar okkur kennara.

Við Grunnskóla Húnaþings vestra vantar kennara í hlutastarf/störf: íslenska á mið- og unglingastigi, umsjónarkennsla á miðstigi og tungumálakennsla. Kennsla hefst 27. ágúst 2018.

Við leitum að einstaklingum/einstaklingi með:

  • Tilskilda menntun.
  • Áhuga á að starfa með börnum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileika
  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
  • Gott vald á íslensku skilyrði

 

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi FG og SNS. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar umskólastarfið má finna www.grunnskoli.hunathing.is.

Umsóknafrestur er til 20. ágúst 2018. Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælendum skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða rafrænt á grunnskoli@hunathing.is

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri grunnskóla í síma 455-2900 / 862-5466.