51. og 52. fundur nemendaráðs

52. fundur  nemendaráðs og foreldrafélags.

Mættir: Eyrún Una, Viktor Kári, Emelía Íris, Róbert Sindri, Saga Ísey, Hrafney Björk, Valdís Freyja, Sigurður Þór, Eydís Bára.

 

  1. Lestrarátak. Mikið ójafnvægi er í lestri milli stiga þar sem nemendur á unglingastigi skrá sjálfir allar sinn lestur, upphátt eða í hljóð en önnur stig ef einhver hlustar. Nemendaráð ákveður að keppnin skuli haldin innan hvers stigs. Verðlaun á hverju stigi er pizzuveisla fyrir bekkinn sem les flestar mínútur að meðaltali.

    1. Yngsta stig - reiknað meðaltal af þeim sem hlusta og kvitta fyrir

    2. Miðstig - reiknað meðaltal af þeim sem hlusta og kvitta fyrir.

    3. Unglingastig - reiknað meðaltal af lestri sem þau skrá sjálf.

  2. Miðstig og unglingastig inni í morgunfrímínútum - kostir og gallar.

    1. Kostur að miðstig megi vera inni.

    2. Lítið pláss fyrir alla en ekki árekstrar. Hvatt til þess að ræða málið á bekkjarfundum.

 

 

51. fundur  nemendaráðs og foreldrafélags.

Mættir: Eyrún Una, Viktor Kári, Emelía Íris, Róbert Sindri, Saga Ísey, Hrafney Björk, Eyrún Irma , Sigurður Þór, Eydís Bára og Sigríður Elva. Júlíus Guðni í fjarfundi

 

  1. Bingó 23. febrúar

  • Flestir vinningar eru komnir - 8-14 vinningar.

  • Kvenfélagið á Bingóspjöld - nemendaráð kannar það.

  • Foreldrafélagið sér um fólk á svæðið til aðstoðar nemendaráði.

  • Einnig verður 10. bekkur verði með sjoppu.

  • Eyrún og Viktor selja spjöldin. Eyrún og Viktor sjá um að finna nemendur úr 10. bekk til að lesa upp kúlurnar. Nemendaráð og foreldrafélagið mætir kl. 16:00 til að undirbúa.

  1. Ungmennaráð.

Ekki í samræmi við markmið þess að sækja um styrk vegna fjáröflunar á tækjakaupum

  1. Öskudagur. Nemendaráð mun áfram standa fyrir bekkjarkeppni í búningaþema. Verðlaun. Pizza fyrir bekkinn á Sjávarborg.

  2. Söngvarakeppni - 9. mars. Sirrý  og Eyrún verða kynnar á söngvakeppninni. Rætt um að unglingastig bæti við atriði svo keppni geti verið fram á unglingastigi. 

  3. Kahoot í frímínútum. Nemendaráð vill standa fyrir kahoot í frímínútum.

  4. Mötuneyti. Nemendaráð hvetur til þess að hafa brauð í boði með súpum, sérstaklega rætt um að hafa brauð með kjötsúpu.

  5. Rætt um mætingaskyldu í félagsmiðstöð til að mega mæta á viðburði. Getur verið erfitt fyrir þá nemendur sem búa í sveit. Bent á að ræða það við starfsfólk félagsmiðstöðvar.

  6. Skíðaferð. Verið er að finna dagsetningu fyrir skíðaferð fyrir miðstig og unglingastig.