- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
50. fundur nemendaráðs og foreldrafélags - 7. - 10. bekkur. - Fundur um fjáröflun til tölvukaupa.
Mættir: Eyrún Una, Viktor Kári, Indriði Rökkvi, Margrét Hrönn, Júlíus Guðni, Sigurður Þór, Eydís Bára.
Fjáröflun til fartölvukaupa.
Nemendur hafa farið yfir tölvur í bekkjum og þar kom í ljós að hægt er að losa um 10 tölvur. Það samsvarar um 600.000 krónum í innkaupsvirði. Heildaráætlun gerði ráð fyrir 2.000.000 sem þyrfti að safna. Mismunurinn er 1.400.000 sem þarf þá að safna til að allir nemendur í 7. og 8. bekk fái fartölvu til afnota.
Júlíus Guðni fór yfir aðkomu foreldrafélagsins sem væri fyrst og fremst sem stuðningaðilar að framkvæmdinni og sem vinnuframlag, en ekki með beinum fjárframlögum þar sem fjárhagur foreldrafélagsins leyfi það ekki. Hann sagði frá hugmynd foreldrafélagsins um að opna söfnunina með bingói.
Rætt um að nemendur fari með bréf til félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana þar sem athugað er með vilja þeirra til að styrkja þetta verkefni. Einnig rætt um að setja sama bréf í Sjónaukann.
Einnig nefnt að hægt er að óska eftir styrk í ungmennaráði.
Rætt um að fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum verði boðið að styrkja fjáröflunina með tilteknum upphæðum.
Rætt um hvort gott væri að gera kynningarmyndband fyrir fjáröflunina.
Unnið að áætlun um framkvæmd.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is