49. fundur nemendaráðs 1. febrúar 2022.

49. fundur nemendaráðs 1. febrúar  2022.

Mættir: Eyrún Una Arnarsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Indriði Rökkvi Ragnarsson, Róbert Sindri Valdimarsson, Bríet Anja Birgisdóttir, Valdís Freyja Magnúsdóttir, Hrafney Björk, Sigurður Þór, Eydís Bára.

  1. Lestrarátak. 

Nemendaráð vill standa fyrir lestrarátaki og veita verðlaun þeim bekk sem les flestar mínútur.  Lestrarátakið byrjar 7. febrúar og lýkur 28. febrúar. Viðmið um lestur er 10 mínútur á dag fimm daga vikunnar en hvatt til að lesa meira. Samræmt blað verður útbúið þar sem lestur er skráður og kvittað fyrir. 3-4 sinnum verður birt á skjá í skólanum staða í keppninni og keppnin er hvað hver nemandi les mikið að meðaltali í hverjum bekk. Verðlaunin verða pizzaveisla fyrir bekkinn.

  1. Söngvarakeppni - ball

Ákveðið að halda söngvarakeppni fyrstu vikuna í mars. Skoðað verður með ball hvort það geti verið haldið samhliða söngvarakeppni eða síðar með tilliti til gildandi samkomutakmarkana.

 

  1. Sykur. Eftirfarandi tillögur verða sendar Sjávarborg til umfjöllunar:

 

  • Sykurlausar sultur

  • Meiri kanill heldur en sykur í kanilsykri

  • Múslí sem ekki er sætt / sykrað.

  • Ab mjólk í staðin fyrir súrmjólk

  • Fjölbreyttara úrval af ávöxtum.

  • Rúsínur og döðlur

  • Fjölbreyttara áleggsúrval.

  • Eftirréttir einu sinni í mánuði í staðin fyrir minni sykur.

  • Hafa hafragraut oftar.



  1. Símareglur. Búið er að breyta símareglum og nemendur í 8. - 10. bekk mega nota síma til 8:20 í stofum, ekki á göngum. Að öðru leyti eru símareglur óbreyttar.

 

  1. Frímínútur - umræður fyrir unglingastig. 

    1. Er hægt að nota frístund þar sem allt er gler og auðvelt að fylgjast með?

    2. Setja mynd fyrir unglingastig

    3. Setja fleiri borð á ganginn og skoða hvort hægt er að nýta svið í matsal meira fyrir unglingastig.

 

  1. Skólapeysur. 10. bekkur er að skoða hugmynd að selja skólapeysur í fjáröflunarskyni.

  2. Skólablað. Nemendaráð hefur áhuga á því að stýra skólablaði. Finna þarf tíma með kennara til að vinna að því.

  3. Fjáröflun á tölvukaupum. Fyrsti fundur verður á morgun. Bent á að nokkrar tölvur eru ekki í notkun í 9. og 10. bekk þar sem nemendur nota eigin tölvur. Þessar tölvur verða fluttar til Helgu. Hrafney tekur tölvur í 9. bekk og Eyrún og Viktor í 10. bekk.

9. Morgunverður fyrir 8. bekk. Indriði Rökkvi ræðir málið við bekkinn og lætur skólastjórnendur vita.