45. fundur nemendaráðs

45. fundur nemendaráðs

Mættir: Eyrún Una Arnarsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Indriði Rökkvi Ragnarsson, Róbert Sindri Valdimarsson, Bríet Anja Birgisdóttir, Valdís Freyja Magnúsdóttir, Hrafney Björk, Sigurður Þór, Eydís Bára.

  1. Árshátíðarball. Ákveðið að fylgjast með stöðunni og halda ball í desember eða í tengslum við árshátíð.

  2. Sykur. Engir bekkjarfundir fjölluðu um málið vegna árshátíðaæfinga. Frestað til fundar. Allir bekkir skili inn tillögum.

  3. Húsgögn. Lagt til að 5. - 10. bekkur fari í kynnisferð á svið og á tilvonandi setusvæði í glerbyggingu og komi með tillögur að húsgögnum og skipulagi fyrir setusvæði nemenda. Tillögurnar þurfa að innihalda myndir eða slóð á vefsíðu af þeim húsgögnum sem nemendur vilja sjá á svæðinu.

  4. Símareglur. Endurskoðun mun fara fram fljótlega.

  5. Fatahengi. Búið er að merkja en eftir að koma upp körfum fyrir föt og skó sem eru út um allt.

  6. Nemendadagur/íþróttadagar. Bekkir skila inn tillögum að dagskrá á næsta fundi. Tímasetningar ákveðnar síðar.

Matartímar. Unglingastig nefnir að oft sé minna úrval fyrir þau kl. 12:00 þegar yngra- og miðstig er búið að borða. Bæði af matnum og meðlæti, s.s. ávöxtum. Spurt um hvort hægt sé að hafa ristað brauð.