44. fundur nemendaráðs

44. fundur nemendaráðs. 

Mættir: Eyrún Una Arnarsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Indriði Rökkvi Ragnarsson, Róbert Sindri Valdimarsson, Bríet Anja Birgisdóttir, Valdís Freyja Magnúsdóttir, Hrafney Björk, Sigurður Þór, Eydís Bára.

 

  1. Árshátíð. Undirbúningur kominn á fullt. Matur á árshátíðardaginn. Nemendaráð óskar eftir pasta og góðri sósu í matinn á árshátíð. Ákveðið að rukka nemendur ekki fyrir aðgang að balli á árshátíð. Playlistinn hefur verið búinn til og verið að vinna í lögunum.

  2. Sykur. Málefnaleg umræða um sykur og fjöldi undirskrifta nemenda hefur leitt til þess að ákvörðun um að leyfa ekki sykur út á matvæli í mötuneyt er dregin til baka frá og með deginum í dag. Nemendaráð og bekkir munu móta tillögur um hvernig minnka má sykurneyslu í mötuneyti. Fyrstu tillögur eru:

    1. Sykurlausar sultur

    2. Ab mjólk í staðin fyrir súrmjólk.

    3. Meiri kanil en sykur í kanilsykri.

Bekkjarfundir skila tillögum fyrir næsta nemendaráðsfund um breytingar til að minnka sykurneyslu í mötuneyti og hollara úrval.

Nemendum hrósað fyrir málefnalega, vandaða og lýðræðislega umræðu.

  1. Lóð. Farið yfir hönnunardrög að lóð sem verða til umsagnar nemenda, starfsmanna og foreldra. Nemendaráð getur skoðað drögin með bekkjunum með því að kennari opnar teikninguna á sameign.

  2. Húsgögn. Lagt til að 5. - 10. bekkur fari í kynnisferð á svið og á tilvonandi setusvæði í glerbyggingu og komi með tillögur að húsgögnum og skipulagi fyrir setusvæði nemenda. Tillögurnar þurfa að innihalda myndir eða slóð á vefsíðu af þeim húsgögnum sem nemendur vilja sjá á svæðinu.

  3. Símareglur. Endurskoðun mun fara fram fljótlega.

  4. Fatahengi. Nemendaráð tekur vel í þá hugmynd að hafa körfur fyrir skó og föt sem ekki rata í hillur og í fatahengi. Mikilvægt er að nemendur setji skó upp í hilluna undir bekkjunum svo hægt sé að þurrka bleytu af gólfunum. Ef það gleymist eru skór og föt sett í körfur á ákveðnum stað og þá geta allir leitað að fötum á vísum stað ef þau eru ekki á snaga eða hillu. Ekki er búið að merkja svæði fyrir alla bekki. 

  5. Skólaþing. Skólaþing verður haldið í öllum bekkjum með foreldrum í desember þar sem menntastefna Húnaþings vestra verður rædd.

  6. Nemendadagur/íþróttadagar. Bekkir skila inn tillögum að dagskrá á næsta fundi. Tímasetningar ákveðnar síðar.