43. fundur nemendaráðs

43. fundur nemendaráðs. 

Mættir: Eyrún Una Arnarsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Indriði Rökkvi Ragnarsson, Róbert Sindri Valdimarsson, Bríet Anja Birgisdóttir, Valdís Freyja Magnúsdóttir, Hrafney Björk, Sigurður Þór, Eydís Bára, Borghildur Heiðrún.

 

  1. Árshátíð - Búið að ákveða að setja upp Dýrin í Hálsaskógi. Leikritinu verður skipt upp milli bekkja og hver bekkur fær sitt listræna frelsi fyrir sinn part. 7. Bekkur mun ekki verða með milliatriði eins og venjulega. 10. bekkur mun ákveða hvort hann vill taka þátt í þessu, vera með eigið framlag eða bæði.

         Eyrún og Viktor taka að sér að græja opin spotify playlista fyrir árshátíð.

  1. Teppakarfa - Eyrún tekur að sér að skoða teppi og körfur

  2. Símareglur - gott að fara að endurskoða símareglur. Fá í fundargerðum frá öllum bekkjum kosti og galla á símareglunum og tillögur um breytingar. Einnig rætt í starfsmannahóp og hjá foreldrum. Gögn fara svo til skólaráðs til umfjöllunar.

  3. Uppbrot - bekkir komi með tillögur um uppbrot sem gæti verið í staðinn fyrir ferðir sem teknar hafa verið út. 

  4. Borðtennisspaðar - mikið hefur verið um brotna borðtennisspaða undanfarið. Finna þarf lausn á þessum málum. Hugmynd að búa til spaða í smiðju t.d. á uppbrotsdegi. Ræða á bekkjarfundum lausnir á þessum málum.

  5. Matarmál og sykur - athugasemd um að boðið sé upp á sultur sem eru fullar af sykri en ekki boðið upp á kanilsykur með grjónagraut. Einnig hafa borist athugasemdir frá foreldrum um þetta mál. Nemendaráð óskar eftir breytingum í mötuneyti að leyfilegt verði að nota kanilsykur á grjónagraut og púðursykur á súrmjólk. Skólastjórnendur munu ræða þetta við aðra stjórnendur á næsta stjórnendafundi.

  6. Tölvumál - spurt hvort hægt sé að kaupa fleiri tölvur, oft verið að fá tölvur hjá 10. bekk sem skila sér seint og illa. Skólastjóri hefur lagt til tveggja ára áætlun til að nemendur í 5. - 10. bekk geti haft tölvur. Málið liggur nú hjá sveitarstjórn.

  7. Hrekkjavökuball - nemendaráð hefur áhuga á að eitthvað verði gert í tengslum við hrekkjavöku. Eyrún athugar hvort hægt verði að gera eitthvað í samstarfi við Óríon í gegnum kjúklingaráð.

  8. Heimsókn á Krókinn - FNV hefur yfirleitt boðið 10. bekk í heimsókn til að skoða skólann. Skólastjórnendur hafa ekki fengið neitt um það ennþá.

  9.  Mál frá 10. bekk - 10. bekk finnst þau þurfa oft að passa upp á yngri krakkana í uppbroti eða verkefnum. Myndu vilja vera með uppbrot t.d. bara með unglingastigi.

 

          Fleira ekki tekið fyrir. Næsti fundur verður föstudaginn 5. nóvember kl. 10:10