42. fundur nemendaráðs

42. fundur nemendaráðs 24. september

Mættir: Eyrún Una Arnarsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Indriði Rökkvi Ragnarsson, Róbert Sindri Valdimarasson, Bríet Anja Birgisdóttir, Valdís Freyja Magnúsdóttir, Hrafney Björk, Eydís Bára, Borghildur Heiðrún.

 

  1. Árshátíð. Við höfum fengið send nokkur leikverk sem mögulegt væri að setja upp á árshátíð. Nemendur munu ræða á bekkjarfundum hvaða tónlist verði leikin á ballinu. Hugmyndir sem komnar eru: Ávaxtakarfan, Skilaboðaskjóðan, Dýrin í Hálsaskógi, Latibær. 

Hugmynd að hafa dj á árshátíð. Mögulega gera playlista sem aðrir geta bætt inn á.

  1. Teppakarfa á bláa gangi. Skólastjóri fékk sent bréf um hvort hægt væri að hafa teppakörfu á bláa gangi. Nemendaráð tilbúð að kaupa teppi og körfu á ganginn. 

  2. Vinaliðaverkefni. Komið hefur upp hugmynd um að eldri nemendur t.d. 6. bekkur og uppúr skipuleggi leiki úti fyrir yngri nemendur. Rætt inni í bekkjum og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt láti skólastjórnendur eða Helgu vita.

  3. Aðstoð í eldhúsi. Ef einhverjir hefðu áhuga á að aðstoða í eldhúsi gæti það verið í boði. Þeir sem hefðu áhuga á því láti skólastjórnendur vita. Rætt inni í bekkjum og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt láti skólastjórnendur eða Helgu vita.

  4. Miðstigsferð. Farið verður í dagsferð í Borgarnes þriðjudaginn 28. september. Ákveðið að nemendasjóður bjóði upp á kvöldverð í ferðinni.

  5. Skipting  á fótboltavelli. Skipulag birt á skjá.

  6. Símareglur. Spurt hvort hægt sé að endurskoða símareglur og hvort megi vera í símanum áður en skóli hefst á morgnana.

  7. Uppbrot í stað ferða sem teknar hafa verið út. Nemendur koma með hugmyndir hvort hægt sé að hafa eitthvað uppbrot í stað þeirra ferða sem teknar hafa verið út.

  8. 7. bekkur fer á Reykjaskóla 18. - 22. okt.

 

Næsti fundur verður föstudaginn 15. október kl. 10:10