- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
1. Skíðaferð
Skíðaferð hjá unglingastigi tókst mjög vel. Skíðaferð miðstigs verður föstudaginn 5. mars.
2. Fótboltavöllur
Mikilvægt að aðeins einn bolti sé á fótboltavellinum. Starfsfólk í gæslu beðið um að fylgjast með því.
3. Bekkjarverðlaun í búningakeppni.
6. bekkur velur hvort þau fari á Sjávarborg eða í Sjoppuna í pizzuveislu.
4. Árstíð og söngvarakeppni.
Ekki búið að taka neina ákvörðun um hvort eða hvernig árshátíð eða söngvarakeppni verði haldin.
5. Hugsað um barn
Það verkefni hefur verið á höndum foreldra í 9. bekk ár hvert. Ekki vitað hver staðan er á því.
6. Áfangi fyrir 10. bekk í FNV næsta vetur
Nemendur taka vel í hugmynd um áfanga í dreifnámi næsta vetur til að styrkja tengsl framhaldsskóla og grunnskóla. Einnig til að kynna nemendum framhaldsnám og dreifnám. Einingar munu fást fyrir áfangann ef hugmyndin nær fram að ganga.
7. Bekkjarfundir
10. bekkur - ekki alltaf farið í hring, fundir falla niður ef engin málefni. Oftast er rætt um 10. bekkjar ferðalagið.
9. bekkur - sitja oftast í hring. Einn er fenginn til að vera ritari. Málefni frá kennara eða úr hugmyndagrís.
8. bekkur - enginn fulltrúi á fundinum.
7. bekkur - sitja alltaf í hring og kennari skrifar fundargerð.
6. bekkur - sitja ekki alltaf í hring. Málefni frá kennara og nemendum.
5. bekkur - sitja í hring og málefni frá kennurum og nemendum.
Nemendaráð ákveður að halda bekkjarfundakeppni. Keppnin felst í því að skila til ritara 8. fundargerðum til 7. maí. Dregið verður um sigurvegara ef feiri en einn standa skil á 8 fundargerðum á þessum tíma.
8. Vináttudagur
Nemendaráð tekur vel í hugmynd frá nemendum í 2. bekk að halda vináttudag þar sem nemendur geta heimsótt aðra bekki. Fulltrúar í nemendaráði munu ræða framkvæmdina á bekkjarfundi og koma með tillögur á næsta fund. Ein hugmynd er að tiltekinn bekkur tekur á móti gestum á ákveðnum tíma og geirir eitthvað fyrir gesti sína.
Næsti fundur verður fimmtudaginn 4. mars kl. 8:30.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is